Ferill 159. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 159 . mál.


1077. Breytingartillögur



við frv. til l. um landmælingar og kortagerð.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar (ÓÖH, ÁMM, KF, GE, ÍGP, TIO).



    2. gr. orðist svo:
                  Landmælingar Íslands eru ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfisráðuneytið. Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að verkefnum á sviði landmælinga og kortagerðar samkvæmt lögum þessum.
    3. gr. orðist svo:
                  Ráðherra skipar stofnuninni þriggja manna stjórn eftir hverjar alþingiskosningar. Jafnmargir varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
                  Stjórn Landmælinga Íslands mótar stefnu stofnunarinnar og hefur eftirlit með því að hún gegni hlutverki sínu í samræmi við markmið laga þessara.
    4. gr. orðist svo:
                  Ráðherra skipar forstjóra Landmælinga Íslands til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar. Hann skal hafa sérmenntun á starfssviði stofnunarinnar og reynslu af stjórnun.
                  Forstjóri fer með daglega stjórn og rekstur stofnunarinnar og ræður annað starfsfólk. Hann ber ábyrgð gagnvart ráðherra.
    Við 5. gr.
         
    
    Upphafsmálsliður orðist svo: Verkefni Landmælinga Íslands samkvæmt lögum þessum eru:
         
    
    2. og 3. málsl. 5. tölul. falli brott.
    6. gr. orðist svo:
                  Forstjóri getur falið aðilum utan stofnunarinnar að annast framkvæmd ákveðinna verkþátta skv. 5. gr.
    Við 7. gr. Í stað orðanna „mælinga- og kortagerðarverkefni“ komi: verkefni við mælingar og grunnkortagerð.
    8. gr. falli brott.
    III. kafli, 9. gr., falli brott.
    Við 12. gr.
         
    
    1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Með sölu á sérhæfðri þjónustu og upplýsingum.
         
    
    2. tölul. falli brott.
         
    
    Við 2. mgr. bætist: sem ráðherra staðfestir.
    13. gr. falli brott.
    Við 14. gr.
         
    
    Í stað orðanna „vegna landmælinga“ komi: við framkvæmd laga þessara.
         
    
    Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ber að sýna landeiganda tillitssemi og valda ekki ónæði að þarflausu.
    16. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1997. Jafnframt falla þá úr gildi lög nr. 31/1985.